Fara í efni
Til baka í lista

Grandavegur 40

Grandavegur 40
Friðlýst hús

Byggingarár: 1896

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 13. ágúst 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

Byggingarefni

Steinbær.

 

Ásmundur Magnússon byggði húsið sem nú er skráð númer 40 við Grandaveg árið 1896 á lóð þar sem torfbærinn Steinar hafði áður staðið. Hélt nýja húsið nafninu, en það hefur einnig verið kallað Steinabær og var áður skráð sem hús númer 17 við Lágholtsveg. Hliðarveggir hússins eru hlaðnir úr grjóti og hefur verið sagt að það sé stolið afgangsgrjót úr Alþingishúsinu. Gaflar hússins eru úr timbri, eins og títt var um hina reykvísku steinbæi. Húsið er eini steinbærinn sem enn stendur á Bráðræðisholtinu og hefur ekki verið mikið breytt þó byggð hafi verið sólstofa við húsið.

 

Heimildir:

Gagnasafn Minjastofnunar Íslands, verknr. 1845.

Páll V. Bjarnason og Drífa Kristín Þrastardóttir. 2004. Húsakönnun. Grandavegur - Eiðsgrandi - Hringbraut - Framnesvegur. Skýrslur Minjasafns Reykjavíkur nr. 114. Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur.