Fara í efni
Til baka í lista

Ingólfsstræti 2A, Gamla bíó - Íslenska óperan

Friðlýst hús

Byggingarár: 1927

Byggingarár: 1926

Hönnuður: Einar Erlendsson

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 3. maí 2011 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001.  Friðunin nær til ytra byrðis hússins auk anddyris, forsalar aðalsalar, hliðarsvala og aðalsalar (áhorfendasalar).

Byggingarefni

Steinsteypuhús.

 

Einar Erlendsson húsameistari teiknaði húsið að Ingólfsstræti 2A, Gamla bíó, árið 1926 fyrir Peter Petersen, oftast kallaður Bíópetersen. Hann hafði komið hingað til lands árið 1905 til að aðstoða við kvikmyndasýningar í Fjalakettinum. Petersen eignaðist þann rekstur, sem farið var að kalla Gamla bíó þegar Nýja bíó tók til starfa. Hús Petersens við Ingólfsstræti var veglegasta kvikmynda- og samkomuhús landsins á sínum tíma, bygging með ótvírætt menningarsögulegt gildi. Húsið er ein af merkustu byggingum í Reykjavík frá tímabili stein­steypu­klassíkur og helsta verk Einars Erlendssonar í listrænu tilliti. Framhlið og almennings­rými hafa varðveist með upphaflegu svipmóti. 

Petersen seldi hlutafélaginu Gamla bíó hf. húsið árið 1939. Félagið starfrækti kvikmyndahúsið til ársins 1981 þegar Íslenska óperan eignaðist húsið og hóf þar starfsemi sína árið eftir. Hún hélt uppi öflugu tónlistarlífi í húsinu þar til hún flutti sig í tónlistarhúsið Hörpu þegar það var opnað í maí 2011.

 

Heimild:

Páll Líndal (1991). Reykjavík. Sögustaður við Sund. Reykjavík: Örn og Örlygur.

 

Sjá loftmynd.